Bjarkavellir 3, breyting á deiliskipulagi
Bjarkavellir 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 298
4. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, þannig að í stað þess að byggður verði grunn- og leikskóli við Bjarkavelli 3 verði verði byggður 4ra deilda leikskóli. Tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi dags. 08.02.12 var auglýst í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Meirihluti skipulags- og byggingarráðs samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til bókunar fulltrúa flokksins í Fræðsluráði 12. desember sl. og sitja hjá við afgreiðslu málsins.