Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3401
26. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Málefni Áslandsskóla tekin til umfjöllunar. Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn: Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram eftirfarandi skriflega fyrirspurn vegna húsnæðismála grunnskóla í Áslandshverfi: Hverjar eru áætlaðar heildarleigugreiðslur Hafnarfjarðarbæjar til FM húsa ehf. samkvæmt gildandi samningi aðila frá 16. mars 2000 á núverandi verðlagi? Hverjar eru áætlaðar heildargreiðslur Hafnarfjarðarbæjar til FM húsa ehf. vegna reksturs sama húsnæðis samkvæmt sama samningi á núverandi verðlagi? Hverjar eru áætlaðar heildargreiðslur Hafnarfjarðarbæjar til FM húsa ehf. á árinu 2015 vegna húsaleigu og reksturs húsnæðis samkvæmt gildandi samningi aðila frá 16. mars 2000 á núverandi verðlagi? Hver er áætlaður byggingakostnaður Áslandsskóla á núverandi verðlagi? Hvenær lýkur samningi Hafnarfjarðarbæjar og FM húsa um húsnæði Áslandsskóla og hver verður skráður eigandi húsnæðis skólans og skólalóðar að samningstíma loknum? Hefur kostnaður við fyrrgreindan samning um rekstur húsnæðsins verið borinn saman við kostnað við rekstur sambærilegra skólamannvirkja sem Hafnarfjarðarbær á og rekur sjálft, og ef svo er, hvernig hefur sá samanburður komið út hvað snertir einstaka kostnaðarliði, t.d. ræstingar á hvern fermetra húsnæðis? Hvaða kosti hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að samningstíma loknum hvað varðar húsnæði undir skólahald í Áslandi? Hefur það verið kannað hvort núverandi samningar og fyrirkomulag skólamála í Áslandi standist 67. grein sveitarstjórnarlaga, sem m.a. kveður á um skyldu sveitarfélaga til að tryggja sér yfirráð yfir þeim fasteignum sem nauðsynlegar eru til að rækja lögboðin hlutverk, þ.m.t. rekstur grunnskóla?
Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs.
Svar

Lagt fram.