Framkvæmd samnings SSH um samstarf vegna þjónustu við fatlað fólk
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1663
31. ágúst, 2011
Annað
Fyrirspurn
9. liður úr fundargerð BÆJH frá 25.ágúst sl. Lagt fram erindi SSH dags. 19. ágúst 2011 varðandi tillögu stjórnar SSH til aðildarsveitarfélaga að samstarfssamningi um þjónustu fatlaðra um samþykkt sveitarfélaganna á verklagsreglum mats- og inntökuteymis. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlögð drög að verklagsreglum mats- og inntökuteymis og yfirlit yfir verklag sem byggja á samningi aðildarsveitarfélaga SSH frá 12. nóvember 2010 um þjónustu við fatlað fólk."
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.