Gjaldskrár á fræðslusviði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1663
31. ágúst, 2011
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð BÆJH frá 25.ágúst sl. Lögð fram svohljóðandi samþykkt fræðsluráðs frá 22. ágúst sl.: "Fræðsluráð samþykkir með öllum atkvæðum að hækka tekjuviðmið vegna viðbótarafsláttar leikskólagjalda um 5% til að mæta hækkun almennra kjarasamninga. Á næsta fundi ráðsins verði lögð fram gögn um það hvernig núverandi niðurgreiðslukerfi kemur út miðað við það kerfi sem áður var." Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hækka tekjuviðmið vegna viðbótarafsláttar leikskólagjalda um 5% til að mæta hækkun almennra kjarasamninga."
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók sæti á fundinum að nýju og Guðný Stefánsdóttir vék af fundi.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu bæjarráðs með 6 atkvæðum. 5 sátu hjá.