Bjarkavellir 1a, 1b og 1c deiliskipulagsbreyting.
Bjarkavellir 1A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1672
18. janúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð SBH frá 10.jan. sl. Tekin fyrir að nýju tillaga frá Guðlaugi Adolfssyni f.h. Valhúsa námsmannaíbúða ehf dags. 19.05.11 um breytingu á deiliskipulagi úr námsmannaíbúðum í litlar ódýrar íbúðir á almennum markaði skv. skipulagsuppdrætti Teiknistofunnar Strandgötu 11 dags. 3. okt. 2011. Tillagan var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð samþykkir svör við athugasemdum með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
Skipualgs- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytingu á Bjarkavöllum 1a, 1b, og 1c skv. skipulagsuppdrætti dags. 3. október 2011.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:" Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Bjarkavalla 1a, 1b og 1c í samræmi við skipulagsuppdrátt dags. 3. október 2011 sem var auglýstur í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Geir Jónsson kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197727 → skrá.is
Hnitnúmer: 10003978