Aðalskipulag gatnamót við Straumsvík
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1663
31. ágúst, 2011
Annað
Fyrirspurn
10. liður úr fundargerð SBH frá 23.ágúst sl. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbraut inn á lóð álversins. Lagt er til að gerð verði undirgöng fyrir vinstri beygjur. Tillagan var auglýst frá 8.7. til 19.8.2011. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbraut inn á lóð álversins dags. 08.04.2011 og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010." Að kröfu Skipulagsstofnunar 29.08.2011 er jafnframt lögð fram til samþykktar greinargerð sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs um umhverfissjónarmið og athugasemdir á auglýsingatíma.
Svar

Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Forseti bæjarstjórnar tók við fundarstjórn að nýju.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu skipulags- og byggingarráðs.