Gjaldskrár 2011
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1649
17. desember, 2010
Annað
Fyrirspurn
8. liður úr fundargerð BÆJH frá 16. des. Gerð grein fyrir breytingum á gjaldskrám 2011. Lögð fram tillaga að gjaldskrá vegna sorphirðu og vegna hreinsunar taðþróa. Einnig lögð fram samþykkt fræðsluráðs á gjaldskrá vegna leikskóla og vegna skólamáltíða.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá vegna sorphirðu og hreinsunar taðþróa. Sorphirðugjald verður kr. 17.000 á hverja tunnu og taðþróargjald kr. 10.420 á hverja stíu í hesthúsi." Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir prentun og afritun.
6. liður úr fundargerð framkvæmdaráðs frá 15. des. sl. Tekið fyrir að nýju. Framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrá Vatnsveitu og Fráveitu fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
8. liður úr fundargerð framkvæmdaráðs frá 15. des. sl. Lögð til breyting á húsaleigu á íbúðum Húsnæðisskrifstofu.
Í greinagerð með fjárhagsáætlun 2011 og 2012-2014 er gert ráð fyrir að húsaleiga á íbúðum Húsnæðisskrifstofu hækki um 15% til þess að standa undir kostnaði þessa málaflokks. Framkvæmdaráð samþykkir hækkunina fyrir sitt leyti.
8. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 13. des. sl. Lagðar fram tillögur að breyttri uppbyggingu á gjaldskrá leikskóla og breyttu matargjaldi í grunnskólum. Fræðsluráð samþykkir að frá og með 1. febrúar 2011 verði aðeins ein gjaldskrá fyrir leikskóla. Forgangsgjaldskrá fellur þá niður, en hægt verður að sækja um lækkun gjaldsins á íbúagátt Hafnarfjarðar skv. viðmiðum sem sett verða. Almenn gjaldskrá og systkinaafsláttur breytist ekki. Skv. þessu eru allt að 8 klst./dag/mán. verulega niðurgreiddir, en boðið verður upp á lengri vistun gegn hærra gjaldi. Fyrir fyrstu ½ klst./dag/mán umfram 8 klst., greiðast 3.500 kr. á mánuði en fyrir hverja ½ klst. eftir það greiðast 7.000 kr. (engin niðurgreiðsla) Leikskóla er ekki haldið opnum nema a.m.k. 5 börn séu skráð í viðbótartíma samtímis.
Fræðsluráð ítrekar fyrri samþykkt sína um að greiðsluseðlar sýni raunkostnað og hvernig hann skiptist milli notanda þjónustunnar og bæjarins.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að skilgreina tekjuviðmið, vegna leikskólagjalds, í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Fræsluráð óskar eftir að gerð verði úttekt á kostnaðaráhrifum vegna þessara breytinga, innan árs. Fræðsluráð samþykkir breytingu á gjaldskrá leikskóla með þremur atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá. Breytingar á gjaldskrám byggja á tillögu að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar, sem bæjarstjóri hefur lagt fram fyrir næsta ár. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma þær hækkanir sem hér eru boðaðar. Ekki hefur enn farið fram umræða í bæjarstjórn um forsendur fjárhagsáætlunar og endanleg afgreiðsla þar liggur ekki fyrir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja því hjá við afgreiðslu gjaldskrárbreytinga í fræðsluráði.
Kristinn Andersen (sign) Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)

Skólamatur í grunnskólum Fræðsluráð samþykkir að gjald fyrir hverja skólamáltið í grunnskóla hækki úr 272 kr. í 300 kr. frá og með fyrsta áskriftartímabili á árinu 2011.
Fræðsluráð samþykkir hækkun á matargjaldi í grunnskólum með þremur atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokks stitja hjá.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Breytingar á gjaldskrám byggja á tillögu að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar, sem bæjarstjóri hefur lagt fram fyrir næsta ár. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma þær hækkanir sem hér eru boðaðar. Ekki hefur enn farið fram umræða í bæjarstjórn um forsendur fjárhagsáætlunar og endanleg afgreiðsla þar liggur ekki fyrir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja því hjá við afgreiðslu gjaldskrárbreytinga í fræðsluráði.
Kristinn Andersen (sign) Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)
Svar

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram tillögur um gjaldskrár. Kristinn Andersen tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Kristins Andersen. Geir Jónsson tók til máls. Þá Guðmundur Rúnar Árnason. Kristinn Andersen kom að andsvari.   Eftirfarandi tillaga borin fram: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá vegna sorphirðu og hreinsunar taðþróa. Sorphirðugjald verður kr. 17.000 á hverja tunnu og taðþróargjald kr. 10.420 á hverja stíu í hesthúsi."   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.   Eftirfarandi tillaga borin fram: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að leigugjald á íbúðum Húsnæðisskrifstofu Hafnafjarðar verði kr. 904 á hver fermetra." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Eftirfarandi tillaga borin fram:   "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Vatnsveitu Hafnarfjarðar.  Vatnsgjald verður 0,11% af heildar fasteignamati og notkunargjald skv. mæli  á hvern rúmmetra vatns verður kr. 18." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.  Eftirfarandi tillaga borin fram: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá fráveitu Hafnarfjarðar. Fráveitugald verður 0,16% af heildarfasteignamati." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Eftirfarandi tillaga borin fram: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu fræðsluráðs um breytingar á gjaldskrá leikskóla." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 7 atkvæðum, 4 sátu hjá.  Eftirfarandi tillaga borin fram: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu fræðsluráðs um gjald fyrir skólamáltíðir." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 7 atkvæðum, 4 sátu hjá. Eftirfarandi tillaga borin fram:  "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir gjaldskrár Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sem lagðar voru fram í bæjarráði 4. 11. sl., gjaldskrá vegna hundahalds og gjaldskrá vegna heilbrigðis- og mengunareftirlits."  Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.