Strandgata 55,fyrirspurn
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 280
23. ágúst, 2011
Annað
Fyrirspurn
Fjörukráin leggur 09.12.10 inn breytta fyrirspurn um að byggja torfhús fyrir aftan Fjörukrána sjá meðfylgjandi blað. Ný tillaga ásamt gögnum og bréfi til skipulagsráðs bárust 09.08.2011. Skipulags- og byggingarráð afgreiddi fyrri fyrirspurn 01.02.2011. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.08.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggignarráð bendir á að umsókn um lóðastækkun skal berast bæjarráði. Lóðastækkun er forsenda þess að farið væri í frekari framkvæmdir á þessu svæði. Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið sem gefur tilefni til að skoða deiliskipulag á reitnum. Afgreiðslu frestað þar til niðurstaða um mögulega lóðastækkun liggur fyrir.