Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 280
23. ágúst, 2011
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Mjósundi, Austurgötu, Gunnarssundi og efri lóðamörkum húsa við Hverfisgötu 31-49. Skipulags- og byggingarsvið gerði áður grein fyrir athugun á aðkomu að vitanum bak við lóðina Hverfisgata 41 og fundi með íbúum umhverfis vitann 08.04.2010. Áður lögð fram athugun skipulags- og byggingarsviðs á nýtingarmöguleikum Hverfisgötu 41. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemdir bárust. Lögð fram á fundi 9.8.2011 samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svari við þeim
Svar

Skipulags- og byggignarráð gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum, samþykkir skipulagið og að meðferð verði lokið í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Hverfisgötu-Mjósund-Austurgötu-gunnarssund og að meðferð verði lokið í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010."