Daggarvellir 4, lokaúttekt
Daggarvellir 4A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 513
4. júní, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lokaúttekt var framkvæmd 07.12.10, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Byggingarstjóri sagði sig af verki 07.12.10. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 14.03.12 eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra innan 4 vikna, sem óskaði eftir endurtekinni lokaúttekt. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Stjórn húsfélagsins á Daggarvöllum 4, fékk frest til 01.04.13 vegna lokaúttektar. Ekkert hefur enn gerst í málinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á á eigendur (húsfélagið) frá og með 01.08.14 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi þeir ekki brugðist við erindinu. Öryggismálum hússins er ábótavant.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 195085 → skrá.is
Hnitnúmer: 10074457