Rauðhella 9, byggingarstig og notkun
Rauðhella 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 436
20. nóvember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Á Rauðhellu 9 eru skráðar 7 eignir sem eru allar skráðar í bst 4 mst. 8, en allar teknar í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 27.03.2012 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Engin viðbrögð voru við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 09.05.12 dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Guðmund Ragnar Guðmundsson frá og með 1. júlí 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram yrði sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Fram hefur komið að byggingarstjóri hafi sagt sig af verkinu 11.04.12, en engin stöðuúttekt farið fram í samræmi við 30. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til stöðuúttektar 25.06.12 kl. 13:15. Byggingarstjóra var gert skylt að mæta á staðinn og gera viðeigandi ráðstafanir í samræmi við 30. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á byggingarstjóra kr. 20.000 á dag frá og með 01.12.12 og jafnframt tillögu um áminningu á byggingarstjóra verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Byggingarstjóri sagði sig einhliða af verki 11.04.12, en lögboðin stöðuúttekt fór ekki fram.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi úrskurðar að Guðmundur Ragnar Guðmundsson sé enn byggingarstjóri á verkinu og ábyrgur fyrir framkvæmdum við bygginguna í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997. þar sem stöðuúttekt fór ekki fram við afskráningu. Dagsektir koma því til framkvæmda 01.12.12. Unnt er að skjóta máli þessu til athugunar Mannvirkjastofnunar skv. 18. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 189966 → skrá.is
Hnitnúmer: 10075978