Hvaleyrarbraut 26 byggingarkrani
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 267
1. febrúar, 2011
Annað
Fyrirspurn
Bergþór Jónsson f.h. Mótáss hf sótti með tölvupósti dags. 10.09.2010 um að fá að staðsetja byggingarkrana á lóðinni í nokkra mánuði til að raða efni á lóðinni. Skipulags- og byggingarráð benti 21.09.10 á að uppsögn kranans sé ekki í tengslum við neina framkvæmdir og ber því að fjarlægja kranann innan tveggja mánaða. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.11.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem bókaði eftirfarandi á fundi 30.1102010: "Skipulags- og byggingarráð gerir eiganda kranans skylt að fjarlægja hann innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því verður málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Lagt fram bréf Gylfa Matthíassonar lóðarhafa Hvaleyrarbrautar 28 dags. 11.01.11. Á síðasta fundi var sviðsstjóra falið að gera tillögu um dagsektir á þessum fundi.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að lagðar verði dagsektir á Mótás ehf kr. 20.000/dag frá og með 1. mars 2011 í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 hafi byggingarkrani ekki verið fjarlægður af lóðinni Hvaleyrarbraut 26 fyrir þann tíma."