Átak í hreinsun iðnaðarsvæða á Hraunum og Hellnahraunum.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 258
5. október, 2010
Annað
‹ 20
21
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Rósu Guðbjartsdóttur og Ólafs Inga Tómassonar frá næstsíðasta fundi: Þörf er á stórátaki í upphreinsun á hraunum ofan við Reykjanesbraut og í Hellnahraunum. Mikið af bílhræjum, vinnuvélum og allskyns járnarusli hefur safnast þar upp í gegnum árin og áratugina. Nú er svo komið að aðgerða er þörf. Áætlað er að átakið standi yfir í fjórar vikur. 1. Átakið verði í samstarfi við Furu og Gámaþjónustuna um förgun á járni, timbri og öðru rusli sem til fellur. 2. Kannað verði hver lagaleg staða bæjarins er gagnvart lóðareigendum m.t.t. að bærinn fari inn á lóðirnar og sæki drasl sem þarf að farga. Einhverjar lóðir eru í eigu bankastofnana og mörg hús standa auð. 3. Öllum lóðareigendum á ofangreindum stöðum verði sent bréf og /eða haft beint samband (auglýst einnig í fjölmiðlum) þess efnis að stór átak í hreinsum bæjarins sé framundan og öll förgun á járni og öðru rusli verði þeim að kostnaðarlausu. Þessu verði fylgt eftir með því að hafa samband við lóðarhafa og skriflegt leyfi fengið fyrir því að fjarlægja megi bílhræ, vinnuvélar og annað járnrusl. 4. Allt járn og annað rusl sem liggur utan lóða verður fjarlægt eftir tilkynningu í dagblöðum. Ef vafi er um verðmæti þá er það sem fjarlægt er geymt á athafnasvæði Furu í ákveðin tíma áður en förgun er framkvæmd. 5. Leitað verði samstarfs við atvinnuleysistryggingarsjóð um þátttöku í átakinu, ætla má að tíu manns gæti unnið við átakið. 6. Samhliða þessu verða lóðarhafar hvattir til átaks til að snyrta í kringum sig. 7. Áætla má að átakið hefjist 1. október og ljúki 1. nóvember. Fura hf. mun staðsetja gáma á svæðum sem hreinsun fer fram og koma með vinnuvélar þar sem þess verður þörf bænum að kostnaðarlausu. Gámaþjónustan hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu en einhver kostnaður mun falla á bæinn vegna förgunar á timbri og öðru rusli. áður lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs varðandi kostnað og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs varðandi lögfræðileg atriði. Lögð fram endurunnin tillaga skv. bókun síðasta fundar.
Svar

Undanfarnar  vikur og mánuði hefur skipulags og byggingarsvið  unni ð jafnt og þétt að því að hvetja lóðarhafa á atvinnu-  og  nýbyggingarsvæðum í bænum, til þess að hreinsa til á lóðum sínum einkum í þeim tilvikum sem hætta hefur þótt  stafað af, annað hvort vegna frágangs og/eða vegna mengunar- og slysahættu og hefur þetta verið unnið innan lagalegs ramma byggingarreglugerðar. En betur má ef duga skal. Nú á haustmánuðum verður sett af stað sérstakt  átak sem felst í hreinsun á iðnaðarsvæðum í bænum, þar sem lóðahafar á iðnaðarsvæðinu  á Hraunum og í Hellnahraunum  eru hvattir til að taka til á lóðum sínum . ·         Átakið verði unnið í samráði og samvinnu við fyrirtæki á svæðinu. ·         Öllum lóðarhöfum verður sent bréf og tilkynnt sérstaklega að að framundan sé  tímabundið átak í hreinsunarmálum á svæðinu. ·         Þeir lóðahafar sem kjósa að taka þátt átakinu þurfa að gera það skriflega. ·         Allt járn og annað rusl sem liggur utan lóða verður fjarlægt og fargað ef þess hefur ekki verið vitjað innan 2 mán frá hreinsunardegi. ·         Leitað verði samstarfs við bæði atvinnutryggingasjóð, framkvæmdasvið og fyrirtæki í bænum  um þátttöku í átakinu. ·         Hlutverk Hafnarfjarðarbæjar verður m.a.  að auglýsa átakið og fylgja því eftir og veita viðurkenningar þeim fyrirtækjum sem mestum framförum taka hvað varðar tiltekt á lóð.   Skipulags- og byggingarráð álítur hins vegar nauðsynlegt að áður en farið er út í neyðaraðgerðir á einstökum svæðum og í þeim tilvikum sem ekki verður brugðist við áskorun um bætta umgengni, liggi fyrir heildstæð úttekt á ástandi á annars vegar atvinnulóðum og hins vegar íbúðarlóðum á nýbyggingarsvæðum í bænum.  Skipulags- og byggingarsviði verði  falið að vinna slíka úttekt samvinnu við framkvæmdasvið og skila eigi síðar en 1. des 2010. Á grundvelli hennar verði  verkefnum og hreinsunarsvæðum forgangsraðað. Í kjölfarið verði haft samband við lóðahafa og þeim gefinn lögbundinn frestur til að bæta úr áður en farið verður inn á einstaka lóðir og drasl fjarlægt.