Klukkuvellir 1, byggingarleyfi
Klukkuvellir 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 258
5. október, 2010
Annað
Fyrirspurn
Ítrekað hefur verið hringt og kvartað yfir slæmum viðskilnaði að Klukkuvöllum 1 og hættum fyrir börn á lóðinni. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerði 18.08.10 byggingarstjóra skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til Skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.09.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags-og byggingarráð gerir byggingarstjóra skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997."
Svar

  Skipulags-og byggingarráð gerir byggingarstjóra skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.