Aðalskipulag Hafnarfjarðar, heildarendurskoðun til ársins 2025.
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 333
5. nóvember, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga stýrihóps að endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025. Endurskoðuð greinargerð og aðalskipulagsuppdráttur. tillagan var send til umsagnar ráða og nefnda Hafnarfjarðar. Lagðar fram umsagnir fræðsluráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs. Áður lagðar fram umsagnir bæjarráðs, fjölskylduráðs, hafnarstjórnar og sviðsstjóra stjórnsýslu. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að svörum við umsögnunum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir svörin með áorðnum breytingum og samþykkir að aðalskipulagstillagan með áorðnum breytingum verði send til umsagnar lögboðinna umsagnaraðila og ýmissa hagsmunaaðila. Umsagnarfrestur verði 4 vikur.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að haldinn verði almennur kynningarfundur á aðalskipulagstillögunni 14. nóvember kl. 17 og verði tengdur við skipulagsvinnustofuna "þinn staður, okkar umhverfi" í Hafnarborg.