Aðalskipulag Hafnarfjarðar, heildarendurskoðun til ársins 2025.
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1640
30. júní, 2010
Annað
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð SBH frá 22. júní sl. Tekin til umræðu tillaga um að hafin verði heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Endurskoða skal uppdrætti og greinargerðir gildandi aðalskipulags og hafa niðurstöður úr rammaskipulögum Hamraness, Áslands og upplands Hafnarfjarðar til viðmiðunar. Lögð fram greinargerð með tillögunni af hálfu formanns. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin skuli vinna við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar og felur skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning þeirrar vinnu. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin skuli vinna við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Þá Valdimar Svavarsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Sigríður Björk Jónsdóttir.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.