Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1665
28. september, 2011
Annað
‹ 5
6
Svar

Lögð fram tilnefning um kosningu fulltrúa í bæjarráð:
Aðalmaður: Sigríður Björk Jónsdóttir, Þrastarási 3, í stað Margrétar Gauju Magnúsdóttur, Suðurgötu 38.

Ekki voru gerðar athugasemdir við tilnefninguna og telst því framangreind réttkjörin sem aðalmaður í bæjarráði. Skipan ráðsins að öðru leyti óbreytt.

Kosning forseta, varaforseta og skrifara. Gengið til atkvæðagreiðslu.

Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38, fékk 11 atkvæði sem forseti bæjarstjórnar til eins árs. Telst hún því réttkjörin í embættið.

Margrét Gauja Magnúsdóttir tók við fundarstjórn. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og þakkaði f.h. bæjarfulltrúa fráfarandi forseta fyrir röggsama fundarstjórn og óskaði nýkjörnum forsteta velfarnaðar í starfi.