Bæjarstjóri, ráðning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1639
14. júní, 2010
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráða Lúðvík Geirsson til að gegna starfi bæjarstjóra í Hafnarfirði frá og með 14. júní 2010 til og með 15. júní 2012."
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign)
Svar

Geir Jónsson tók til máls. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.   Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 6 atkvæðum. 5 greiddu atkvæði á móti.   Valdimar Svavarsson óskaði eftir að koma að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks: "Í bæjarstjórnarkosningunum 29. maí 2010 náði Lúðvík Geirsson ekki endurkjöri í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því geta bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki samþykkt áframhaldandi ráðningu hans í embætti bæjarstjóra." Valdimar Svavarsson (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Ólafur Ingi Tómasson (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign)     Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna: "Ráðning í stöðu bæjarstjóra næstu tvö árin er staðfesting á þeim vilja nýs meirihluta að halda í þann stöðugleika og breiða samstarf innan stjórnsýslu bæjarins sem skilað hefur góðum árangri á undanförnum misserum til að takast áfram á við þau stóru verkefni sem blasa við í  kjölfar efnhagshrunsins.  Hlutverk bæjarstjóra er framkvæmdaleg stjórnun og verkstýring í stjórnsýslu bæjarins sem mikilvægt er að haldi áfram hnökralaust og þar skiptir miku sú víðtæka reynslu sem bæjastjóri býr að í þeim efnum.   Á grundvelli ákvæða málefnasamnings Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um jafnræði, traust og samvinnu mun oddviti VG taka við framkvæmdastjórn sveitarfélagsins í sumarbyrjun 2012." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Gunnar Axel Axelsson (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign)