Kosning í ráð og nefndir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1639
14. júní, 2010
Annað
Svar

Gengið til atkvæðagreiðslu.   Guðmundur Rúnar Árnason fékk 11 atkvæði sem forseti bæjarstjórnar til eins árs. Lýsti starfsaldurforseti sjálfan sig rétt kjörinn og þakkaði stuðninginn.   Valdimar Svavarsson fékk 11 atkvæði sem 1. varaforseti bæjarstjórnar til eins árs og lýsti forseti hann rétt kjörinn.   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fékk 11 atkvæði sem 2. varaforseti bæjarstjórnar til eins árs og lýsti forseti hana rétt kjörna.   Forseti óskaði þeim til hamingju og velfarnaðar í störfum þeirra.   Sigríður Björk Jónsdóttir og Helga Ingólfsdóttir fengu báðar 11 atkvæði sem skrifarar bæjarstjórnar. Forseti lýsti þær Sigríði Björk og Helgu rétt kjörnar sem skrifarar bæjarstjórnar.   Eyjólfur Sæmundsson og Geir Jónsson fengu báðir 11 atkvæði sem varaskrifarar bæjarstjórnar. Forseti lýsti þá Eyjólf Sæmundsson og Geir Jónsson rétt kjörna sem varaskrifarar bæjarstjórnar.