Furuás 30, frágangur lóðar
Furuás 30
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 483
23. október, 2013
Annað
Fyrirspurn
Ítrekuð hefur verið kvörtun vegna frágangs á lóðinni Furuás 30. Byggingarefni og timbur er á lóðinni, og ekki hefur verið gengið frá lóðinni. Samkvæmt lóðarleigusamningi átti að fullgera húsið að utan fyrir 18. desember 2008. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.07.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem samþykkti eftirfarandi 03.08.10: "Skipulags- og byggingarráð gerir byggingarstjóra Furuáss 30 skylt að fjarlægja tilgreint efni og tæki af lóðinni og götunni nú þegar. Verði ekki brugðist við því innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Bæjarstjórn samþykkti dagsektirnar 23.02.2011, en þar sem byggingarkrani var fjarlægður og timbri raðað upp var fallið frá þeim að svo stöddu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.04.2013 byggingarstjóra skylt að ljúka framkvæmdum í samræmi við lóðarleigusamning og sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Ekki var brugðist við erindinu og enn eru gámur og vinnuskúr á lóðinni auk timburs.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín og gerir eiganda skylt að fjarlægja gám, vinnuskúr og timbur af lóðinni. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.
Jafnframt mun skipulags- og byggingarfulltrúi gera úttekt á sambærilegum málum á öðrum nýbbyggingarsvæðum bæjarins.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207233 → skrá.is
Hnitnúmer: 10084782