Norðurbær, skólafyrirkomulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1635
21. apríl, 2010
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð FRÆH frá 19. apríl sl. Lögð fram greinargerð vinnuhóps með tillögu um breytingu á skipulagi skólamála í norðurbæ. Fulltrúi VG í fræðsluráði bókar: Starfshópurinn hefur nú skilað af sér niðurstöðu. Niðurstaðan og vinna hópsins eru ekki laus við gagnrýni. Í skýrslunni er minnst á að tíminn sem var til stefnu hafi verið knappur. Það er ekki ofsagt. Eins mætti gagnrýna að í tillögunni er ekki áætlaður kostnaður vegna breytingar skólabyggingar Engidalsskóla. Enn fremur að sá sparnaður sem næst fram með þessari hagræðingu er ekki nema lítið brot af þeim sparnaði sem gert var ráð fyrir en var óútfærð í fjárhagsáætlun. Meginniðurstaða hópsins hefur áhrif á skólastarf tveggja grunnskóla í norðurbæ, á Víðistaðaskóla og Engidalsskóla. Hagræðingartillagan snertir hvorki Barnaskóla Hjallastefnunnar né leikskólanna í bæjarhlutanum innan meginniðurstöðunnar, þótt að í skýrslu nefndarinnar séu bæjaryfirvöld hvött til þess að hefja viðræður við Hjallastefnuna í hagræðingarskyni, og blásið til ráðstefnu um skólastarf fimm ára barna. Hvort tveggja markast ekki síst af þeim tíma sem skammtaður var til verksins. Undirritaður fagnar því að samstaða náðist um þann kúrs sem þar er tekinn. Eins má benda á að hluti sparnaðarins er fenginn "að láni" þar sem húsaleigu vegna grunnskólastarfsins þarf væntanlega að greiða jafnóðum aftur leikskólamegin. Sá sparnaður er því fyrst og fremst bókhaldstilfærsla, þótt vissulega komi það sér vel að geta nýtt húsnæði skólanna betur. Á tímum sem þessum má einnig spyrja hvort hægja beri á því að framfylgja stefnu um leikskóla fyrir börn frá 18 mánaða aldri. Sú spurning var utan verksviðs starfshópsins, en hlýtur að koma til umræðu á vegum fræðsluráðs fyrr eða síðar. Það ber að fagna því að því að niðurstaða sé fengin í málið að sinni. Fulltrúi VG þakkar samstarfið við alla sem að málinu komu, ekki síst starfsfólki skólanna, og óskar þeim velfarnaðar sem munu leiða starfið til lykta og óskar þess að það umstang og rót sem breytingunum fylgja muni ekki spilla starfsfriði innan skólanna sjálfra heldur opna nýjar leiðir til þess að styrkja þá fjölbreytni og grósku sem eru í skólastarfi í Hafnarfirði. Gestur Svavarsson
Bókun fulltrúa sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði og stýrihópnum telja að miðað við gefnar forsendur og það meginverkefni hópsins að hagræða innan Víðistaða- og Engidalsskóla sé leið D ákjósanlegust. Við ítrekum skoðanir okkar varðandi nokkur atriði sem við höfum bent á í vinnuhópnum og stýrihópnum.
Í fyrsta lagi var það ljóst í lok síðasta árs að koma þyrfti til veruleg hagræðing í málaflokknum og því hefði þurft að hefja þá vinnu sem unnin var strax í ársbyrjun 2010. Lengri tími hefði að okkar mati skilað enn betri vinnu og jafnframt gefið tíma til að ná betri sátt um málið auk þess sem tækifæri hefði gefist til að kanna hagræðingu í víðara samhengi.
Í öðru lagi þá kemur fram í skýrslunni að með leið D skapist rými í Engidalsskóla sem nýta mætti í aðra starfsemi á vegum bæjarins svo sem leikskóla. Í fjárhagsáætlun fyrir 2010 er hvorki gert ráð fyrir kostnaði vegna breytinga á húsnæði né nýbyggingar á því sviði og því um kostnaðaraukningu að ræða ef farin verður sú leið og þannig er líklegt að dragi verulega úr ávinningnum. Jafnframt er ítrekað, að gera þarf kostnaðaráætlun bæði fyrir rekstur og breytingar á húsnæði auk kostnaðargreiningar og samanburðar við önnur úrræði svo sem niðurgreiðslur til dagmæðra ef ákveðið verður að skoða þennan möguleika betur.
Í þriðja lagi þá höfum við bent á að skoða þurfi hagræðinguna í stærra samhengi en eingöngu þessa tvo skóla og er því miður að ekki skyldi verið farið í verkefnið á þeim forsendum. Þóroddur Skaptason
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögur: 1. Tillaga að samþykkt Lögð fram greinargerð og tillögur starfshóps um skólamál í norðurbæ. Fræðsluráð þakkar starfshópnum vel unnin störf. Fræðsluráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn með vísan til hagræðingarkröfu í fjárhagsáætlun bæjarins og framlagðrar greinargerðar og tillagna starfshóps um skólamál í Norðurbæ: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Engidalsskóli og Víðistaðaskóli verði sameinaðir í eina skólastofnun undir stjórn eins skólastjóra frá 1. ágúst n.k. Núverandi stöður skólastjóra Engidalsskóla og Víðistaðaskóla verða lagðar niður frá og með sama tíma. Sviðsstjóra fræðslusviðs er falið að auglýsa stöðu skólastjóra hins nýja skóla lausa til umsóknar. Fræðsluráði og sviðsstjóra fræðslusviðs er falið að annast nánari útfærslu og framkvæmd á skipulagsbreytingum sem fylgja sameiningunni.”
2. Tillaga að samþykkt. Að fenginni samþykkt bæjarstjórnar um sameiningu Engidalsskóla og Víðistaðaskóla er sviðsstjóra og skólaskrifstofu falið að undirbúa og framkvæma sameininguna á grundvelli tillagna starfshópsins í samvinnu við stjórnendur skólanna og starfsfólk.
3. Tillaga að samþykkt Fræðsluráð samþykkir að fela sviðsstjóra að láta framkvæma úttekt á mögulegri nýtingu hluta húsnæðis Engidalskóla fyrir leikskóla og meta kostnað sem slíku fylgir. Sértaklega skal kannað hvort hagkvæmt sé að flytja leikskólann Álfaberg í húsnæðið og auka við starfsemi hans .
4. Tillaga að samþykkt. Fræðsluráð samþykkir að taka upp viðræður við Hjallastefnuna um endurskoðun samninga milli aðila með hagræðingu fyrir bæjarfélagið að markmiði. Sérstakur starfshópur skipaður einum fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga í bæjarstjórn skal annast viðræðurnar ásamt sviðsstjóra Tillögurnar samþykktar með fimm samhljóða atkvæðum.
Svar

Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Almar Grímsson vék af fundi kl. 14:20. Í hans stað mætti Guðrún Jónsdóttir. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvarinu. Haraldur Þór Ólason tók til máls. María Kristín Gylfadóttir tók til máls. Guðfinna Guðmundsdóttir tók við fundarstjórn. Guðmundur Rúnar Árnason tók við fundarstjórn að nýju. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við ræðu Maríu Kristínar Gylfadóttur. María Kristín Gylfadóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd.  María Kristín Gylfadóttir kom að stuttri athugasemd. Jón Kr. Óskarsson tók til máls. Þá Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni. Gísli Ó. Valdimarsson vék af fundi kl. 15:04. Í hans stað mætti Helena Mjöll Jóhannsdóttir. María Kristín Gylfadóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Lúðvíks Geirssonar. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari við fyrri ræðu Lúðvíks Geirssonar. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Lúðvík Geirsson kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. María Kristín Gylfadóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. María Kristín Gylfadóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason tók við fundarstjórn að nýju.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun: "Bæjarfulltrú Vinstri grænna greiðir atkvæði með framkomnum tillögum starfshóps um skólamál í Norðurbæ, ítrekar jafnframt bókun fulltrúa Vg í starfshópnum og vill draga sérstaklega fram eftirfarandi atriði: ·         Í skýrslu starfshópsins er ekki áætlaður kostnaður vegna nauðsynlegra breytinga á skólabyggingu Engidalsskóla. ·         Sá sparnaður sem næst fram með þessari hagræðingu er aðeins           lítið brot af þeirri óútfærðu hagræðingarkröfu sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. ·         Í tillögu starfshópsins um hagræðingu er aðeins tekið til Engidalsskóla og Víðistaðaskóla en ekki til Barnaskóla Hjallastefnunnar né þeirra leikskóla sem tilheyra Norðurbæ. ·         Sparnaður vegna húsnæðis getur ekki talist raunsparnaður þar sem sá kostnaður sem hér sparast mun falla til sem leiga á húsnæði vegna leikskóla í stað grunnskóla. Bent hefur verið á að tíminn sem ætlaður var til vinnunar hafi verið knappur. Það er ekki síst vegna þessa sem þakka ber samstarfið við alla sem komu að vinnunni, ekki síst starfsfólki skólanna. Vonandi mun það umstang og rót sem breytingunum fylgja ekki spilla starfsfriði innan skólanna sjálfra heldur opna nýjar leiðir til þess að styrkja þá fjölbreytni og grósku sem nú þegar er til staðar." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)
Haraldur Þór Ólason kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks: "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði með tillögu um breytingu á skólastarfi í Norðurbæ og vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði 19 apríl. sl." Haraldur Þór Ólason (sign) María Kristín Gylfadóttir (sign) Guðrún Jónsdóttir (sign)     Eyjólfur Sæmundsson kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar: "Bæjarfulltrúar Samfylkingar þakka fyrir gott samstarf og þá góðu samstöðu sem náðst hefur um þetta mál. Eyjólfur Sæmundsson (sign) Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign) Jón Kr. Óskarsson (sign) Ingimar Ingimarsson (sign) Lúðvík Geirsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Guðfinna Guðmundsdóttir (sign)