Björgunarsveit Hafnarfjarðar, húsnæðismál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1631
24. febrúar, 2010
Annað
Fyrirspurn
8. liður úr fundargerð BÆJH frá 18.febr.sl. Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Hafnarfjarðarbæjar og Björgunarsveitarinnar og Hraunprýði dags. í febrúar 2010. Framkvæmdaráð vísaði málinu til staðfestingar í bæjarráði á fundi sínum 15. febrúar sl. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: " Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu milli Hafnarfjarðarbæjar og Björgunarsveitarinnar og Hraunprýði dags. í febrúar 2010."
Svar

Lúðvík Geirsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson tók til máls. Jón Páll Hallgrímsson tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.