Drangahraun 3, kvörtun v/hreinsunar
Drangahraun 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 260
2. nóvember, 2010
Annað
Fyrirspurn
Vettvangskönnun Drangahraun 04.11.2009 hefur leitt í ljós að iðnaðarlóðin Drangahraun 3 er með númerslausa bíla á sinni lóð auk timburs og ótal hluta sem er engan veginn tæmandi að nefna. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.11.09 lóðarhafa skylt að fjarlægja umrædda hluti af lóðinni og götunni innan fjögurra vikna, í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því innan þess tíma mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ástandið hefur versnað síðan þá. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 20.10.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags-og byggingarráð gerir húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997."
Svar

Skipulags-og byggingarráð gerir húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.