Burknavellir 1 A,B,C, lokaúttekt
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 499
26. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi húsfélagsins að Burknavöllum 1 A, B og C dags. 03.10.2009 þar sem þess var farið á leit að skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 07.10.2009 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu. Dagsektir voru lagðar á, en innheimtu frestað, þar sem lokaúttekt fór fram á hluta C 08.04.10, en henni lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Sótt var um breytingu á byggingarleyfi í júlí 2011, en erindinu frestað þar sem innsend gögn voru ófullnægjandi. Leiðrétt gögn hafa ekki borist.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gefur byggingarstjóra Ingvari Geirssyni tvær vikur til að sækja á ný um lokaúttekt áður en dagsektir verða lagðar á að nýju og beiðni um áminningu send til Mannvirkjastofnunar.