Skipalón 23, frágangur á byggingarstað
Skipalón 23
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 230
7. júlí, 2009
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur tölvupóstur frá íbúum að Skipalóni 25 dags. 26.05.2009, þar sem kvartað er undan umgengni á byggingarlóð Skipalóns 23. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.06.2009 byggingaraðila skylt að ganga þannig frá á byggingarstað að ekki stafi hætta af né sé til óþæginda fyrir nágranna. Yrði ekki úr þessu bætt innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 37/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði málinu 01.07.2009 til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir byggingaraðila skylt að ganga þannig frá á byggingarstað að ekki stafi hætta af né sé til óþæginda fyrir nágranna. Verði ekki úr þessu bætt innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 37/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir byggingaraðila skylt að ganga þannig frá á byggingarstað að ekki stafi hætta af né sé til óþæginda fyrir nágranna. Verði ekki úr þessu bætt innan tveggja vikna mun  skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 37/1997.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203307 → skrá.is
Hnitnúmer: 10083602