Bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Hrafnistu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 222
24. mars, 2009
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram bréf Arinbjarnar Vilhjálmssonar skipulagsstjóra Garðabæjar dags. 11.03.2009 og tillaga bæjarstjórnar Garðabæjar að breyttum sveitarfélagsmörkum við Hrafnistu og í Molduhrauni. Við Hrafnistu bætast alls 14.448 m2 við land Hafnarfjarðar skv. tillögunni, og í Molduhrauni bætast 18.931 m2 við land Garðabæjar samkvæmt tillögunni. Mismunurinn er 4.483 m2 viðbót við land Garðabæjar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í tillögu Garðabæjar. Ráðið bendir á að í tillögu að breytingu á bæjarmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar kemur fram að land það sem kemur í hlut Hafnarfjarðar er tæpum 4500 fm minna en það land sem  kemur í hlut Garðabæjar. Til að leiðrétta þennan mismun leggur Skipulags- og byggingarráð til að þess verði farið á leit við Garðabæ að fá Lækjarbotna sem hluta af lögsögu Hafnarfjarðar. Lækjarbotnar eru  upptök Læksins í Hafnarfirði en Lækurinn er  órjúfanlegur  hluti af menningar- og náttúrufarssögu Hafnarfjarðar og því eðlilegt að Lækjarbotnar  séu innan lögsögu bæjarins. Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu ásamt framangreindri tillögu ráðsins til umsagnar framkvæmdaráðs, umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 og bæjarráðs.