Framkvæmdasvið, sviðsstjóri
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1611
14. apríl, 2009
Annað
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð framkvæmdaráðs frá 14. apríl ´09. Tekin fyrir ráðning sviðsstjóra. Lagt fram erindisbréf fyrir sviðstjóra framkvæmdasviðs. Lagt fram minnisblað starfshóps framkvæmdasviðs vegna ráðningarinnar dags. 14.4.2009. Niðurstaða starfshópsins er að Sigurður Páll Harðarson byggingarverkfræðingur og MBA, fv. bæjarverkfræðingur og forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar og núverandi starfsmaður KPMG sé hæfastur til starfans.
Framkvæmdaráð tekur undir niðurstöðu starfshópsins og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt samþykkir framkvæmdaráðið að ekki verði ráðið í lausa stöðu framkvæmdastjóra Fráveitu Hafnarfjarðar.
Svar

Gunnar Svavarsson tók til máls. Þá Almar Grímsson.   Atkvæðaseðlum dreift og gengið til atkvæða. Sigurður Páll Harðarson hlaut 11 atkvæði í stöðu sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Forseti bæjarstjórnar óskar honum velfarnaðar í starfi.