Kirkjugarðar Hafnarfjarðar, breyting á deiliskipulagi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 14 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Bæjarstjórn nr. 1608
3. mars, 2009
Annað
Fyrirspurn
10. liður úr fundargerð SBH frá 24. febr.sl. Stjórn Kirkjugarða Hafnarfjarðar sækir um þann 13.02.2009 að breyting á deiliskipulagi verði tekin til afgreiðslu sem óveruleg breyting skv. framlögðum uppdrætti Landslags ehf. dags. 11.02. 2009. Breytingin felst í því að upphaflegt aðkomusvæði og bílastæði frá Kaldárselsvegi verði nýtt sem greftrunarsvæði. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.02.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda tillöguna í auglýsingu skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að breyting á deiliskipulagi Kirkjugarðs Hafnarfjarðar dags. 11.02.2009 verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og byggingarráðs samhljóða með 11 atkv.