Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 Krýsuvík, beiðni um breytingu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1608
3. mars, 2009
Annað
Fyrirspurn
19.liður úr fundargerð SBH frá 24.febr.sl. Lagðir fram minnispunktar frá 2. fundi starfshópsins dags. 22. janúar 2009. Tekinn fyrir 20. liður úr fundargerð SBH frá 10. febr. sl. varðandi fyrirspurn undirbúningshóps HS orku dags. 06.02.2009 um matsskyldu vegna rannsóknarborunar í Krýsuvík. Bæjarstjórn samþykkti 16.02.2009 að vísa tillögu skipulags- og byggingarráðs aftur til ráðsins.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: Bæjarstjórn samþykkir að heimila Hitaveitu Suðurnesja, HS Orku, að vinna að tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna fyrirspurnar um matsskyldu rannsóknarborunar við Hveradali í Krýsuvík í samvinnu við starfshóp um rannsóknarboranir í Krýsuvík og skipulags- og byggingarráð. Samþykkt þessi nær eingöngu til rannsóknarborunar samkvæmt valkosti 2 og gefur engin frekari fyrirheit um framhald málsins. Þegar rannsókn er lokið og niðurstöður hennar liggja fyrir mun bæjarstjórn taka frekari afstöðu til framhalds málsins.
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari. Þá tók Almar Grímsson til máls, síðan Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Bæjarstjórn samþykkti tillög skipulags- og byggingarráðs undir þessum lið samhljóða með 11 atkv. Guðrún Ágústa Guðmundsóttir kom að svohljóðandi bókun: Við Vinstri græn teljum mikilvægt að rannsóknarboranir eins og hér um ræðir fari í umhverfismat og fluttum tillögu þess efnis strax í september 2007. Með umhverfismati gefst almenningi og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri auk þess sem umhverfismat á að tryggja að tekið sé tillit til sjónarmiða um umhverfisvernd og sjálfbæra þróun við áætlanagerð. Þar sem mikilvæg jarðhitasvæði eru í landi Hafnarfjarðar er einnig nauðsynlegt að Hafnarfjarðarbær kalli eftir viðhorfum bæjarbúa og marki sér stefnu um það með hvaða hætti á að nýta á Krýsuvíkursvæðið, stefnu sem  samræmist sjónarmiðum umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar. Undirrituð greiðir því atkvæði með því að lögð sé fram fyrirspurn til Skipulagsstofnunar um matsskyldu vegna rannsóknarborunar Hitaveitu Suðurnesja,HS Orku. Með samþykki þessu er undirrituð eingöngu að fallast á fyrirspurn um matsskyldu rannsóknarboranana og mun taka frekari afstöðu til framhalds málsins þegar niðurstöður þeirrar fyrirspurnar liggur fyrir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)