Smyrlahraun 1, breyting kvistur.
Smyrlahraun 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 221
10. mars, 2009
Annað
Fyrirspurn
Vernharður Skarphéðinsson sækir 26.01.2009 um breytingu á kvistum á SA og NV hliðum ásamt breyttum frágang á þakkanti og göflum, samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 21.01.2009. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu í grenndarkynningu 28.01.2009 skv. 7. mgr. 43. greinar skipulags- og byggingarlaga, en fól úttektarmanni sviðsins jafnframt að mæla upp kvistinn. Komið hefur í ljós að stærð kvistsins samræmist ekki gr. 79.16 í byggingarreglugerð. Skipulags- og byggingarráð óskaði 10.02.2009 eftir skýringum frá húseiganda. Lagt fram bréf Haraldar Magnússonar dags. 26.02.2009. Lagðir fram minnispunktar sviðsstjóra dags. 02.03.2009 af fundi með eiganda Smyrlahrauns 1.
Svar

Skipulags- og byggingarráð telur að húseiganda hafi mátt vera ljós stærð kvistanna og gerir honum skylt að færa þá til samræmis við samþykktar teikningar, sbr. 79.16 í byggingarreglugerð.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122281 → skrá.is
Hnitnúmer: 10038454