Ásland rammaskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 251
11. maí, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga Batterísins að rammaskipulagi fyrir Ásland og Vatnshlíð. Áður lögð fram fundargerð af fundi með fulltrúum Garðabæjar 10.12.2009, tillaga að rammaskipulagi og drög að áfangaskiptingu. Áður lögð fram fundargerð frá vinnufundi um samræmingu rammaskipulags Hamraness og Áslands við deiliskipulag jarðvegstippssvæðis og fundargerð frá vinnufundi um umferðarmál 25.02.2010. Áður lagt fram bréf frá Byggðasafni Hafnafjarðar varðandi fornleifaskráningu dags. 03.03.2010. Lögð fram tillaga Batterísins ehf og Landslags ehf að rammaskipulagi fyrir Ásland-Vatnshlíð dags. 30.04.2010. Lögð fram umferðarspá fyrir Ofanbyggðaveg með ýmsum tengimöguleikum við Velli, Hamranes og Ásland. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra um hlutverk og tilgang rammaskipulags o.fl. Smári Ólafsson VSÓ og Páll Tómasson Arkitektur.is og Stefán Veturliðason, verkefnastjóri mættu á fundinn.
Svar

Skipulags- og byggingarráð vísar tillögunni til umsagnar í framkvæmdaráði, bæjarráði, fræðsluráði, fjölskylduráði og umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21.