Frumkvöðlasetur Hafnarfjarðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3216
16. desember, 2008
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram minnisblað þjónustu- og þróunarstjóra dags. 12.desember 2008 þar sem gerð tillaga um stofnun frumkvöðlaseturs í Hafnarfirði með aðkomu ýmissa hagsmunaaðila. Þjónustu- og þróunarstjóri mætti á fundinn.
Svar


Bæjarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um gerð samstarfssamnings um stofnun Frumkvöðlaseturs í Hafnarfirði þar sem sprotafyriræki geti haft starfstöð sína. Markmiðið er að skapa frumkvöðlum þekkingarumhverfi, aðstöðu og umgjörð til að vinna að stofnun fyrirtækis og veita þeim faglega þjónustu og stuðning við framgang hugmynda sinna. Stefnt er að því að fá niðurstöðu úr slíkum viðræðum sem fyrst.