Suðvesturlínur, raforkuflutningskerfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 236
20. október, 2009
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 06.10.2009 þar sem óskað er eftir áliti Hafnarfjarðar varðandi sameiginlegt mat á Suðvesturlínum. Ólafur Árnason Eflu mætir á fundinn.
Svar

Skipulags- og byggingarráð þakkar Ólafi Árnasyni kynninguna.   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ljúka við að svara Skipulagsstofnun í samræmi við framlögð drög að svari. Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Jón Páll Hallgrímsson situr hjá við afgreiðslu málsins þar sem hér sé einungis fjallað um málið út frá hagsmunum Hafnarfjarðar, en telur að fjalla þurfi um málið út frá hagsmunum alls svæðisins sem línurnar ná yfir.