Friðun trjáa í Hafnarfirði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1606
3. febrúar, 2009
Annað
Fyrirspurn
16.liður úr fundargerð SBH frá 27.jan. sl. Tekin fyrir að nýju tillaga garðyrkjustjóra Björns B. Hilmarssonar að samþykkt um "Trjáverndun, verndun trjáa í Hafnarfirði." Erindið var samþykkt á fundi umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 26.11.2008 og gerð tillaga um samþykki bæjarstjórnar. Áður lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs. Áður lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að viðbótum við samþykktina. Garðyrkjustjóri mætti á fundinn. Frestað á síðasta fundi. Áður lögð fram tillaga Trausta Baldurssonar að breytingum. Lögð fram umfjöllun umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 um málið. Skipulags- og byggingarráð tekur undir tillögu umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 og vísar samþykkt um "friðun og verndun trjágróðurs í Hafnarfirði" dags. 21.01.2009 til samþykktar bæjarstjórnar.
Svar


Guðfinna Guðmundsdóttir tók til máls. Þá Haraldur Þór Ólason. Guðfinna Guðmundsdóttir kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Guðfinna Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Guðfinna Guðmundsdóttir tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkti tillögu ráðsins samhljóða með 11 atkv.