Upplýsingastefna Hafnarfjarðar, endurskoðun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1614
2. júní, 2009
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð BÆJH frá 28. maí sl. Tekið fyrir að nýju en afgreiðslu var frestað á síðasta fundi. Upplýsinga- og kynningarfulltrúi mætti á fundinn. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi endurskoðaða upplýsingastefnu."
Guðmundur Rúnar Árnason tók við fundarstjórn.
Ellý Erlingsdóttir tók til máls. Þá Almar Grímsson, Jón Páll Hallgrímsson.
Ellý Erlingsdóttir tók til máls að nýju og lagði fram svohljóðandi tillögu til samþykktar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi endurskoðaða upplýsingastefnu og verklagsreglur um aðgengi bæjarfulltrúa að gögnum".
Þá tók til máls Gunnar Svavarsson. Ellý Erlingsdóttir kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason tók til máls. Gunnar Svavarsson kom að andsvari.
Svar

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.