Nýsir hf, einkaframkvæmdasamningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1614
2. júní, 2009
Samþykkt
Fyrirspurn
6. liður úr fundargerð BÆJH frá 28.maí sl. Fjármálastjóri og skrifstofustjóri skipulags- og byggingarsviðs mættu til fundarins og gerðu grein fyrir yfirtöku á rekstrarsamningum vegna Lækjarskóla, Álfasteini og Bjarkarhúsi og uppkaup á búnaði. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Lúðvík Geirsson tók til máls og lagði fram til kynningar drög að samningi varðandi framsal stoðþjónustusamninga vegna Lækjarskóla, Álfasteins og Bjarkarhúss. Þá tók til máls Haraldur Þór Ólason. Lúðvík Geirsson tók til máls að nýju. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari.
Ellý Erlingsdóttir tók við fundarstjórn að nýju.
Gunnar Svavarsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari. Jón Páll Hallgrímsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Gunnar Svavarsson tók til máls.
Svar

Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins til næsta bæjarstjórnarfundar.