Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1629
27. janúar, 2010
Annað
Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð SBH frá 19.jan.sl. Tekin fyrir að nýju tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 15.02.2009 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum ásamt skýringaruppdrætti. Borist hefur nýr uppdráttur dags. 02.04.2009. Tillagan var auglýst 24.08.2009 skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafresti lauk 06.10.2009. Athugasemd barst frá Ask arkitektum dags. 10.09.2009. Tillagan er í samræmi við breytinga á aðalskipulagi, sem öðlaðist gildi 23.12.2009. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs um innkomna athugasemd.
Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn skipulags- og byggingarsviðs að sinni, samþykkir deiliskipulagstillöguna með þeirri breytingu í samræmi við innkomna athugasemd að skýrt komi fram í texta að útkeyrsla verði frá sjálfsafgreiðslustöðinni út á Ásbraut. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að öryggi á göngu- og hjólaleiðum verði tryggt við nánari hönnun tengingarinnar. Málinu verði lokið skv. 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagstillögu að Ásvöllum Haukasvæði dags. 24.04. 2009 og að málinu verði lokið skv. 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða með 10 atkvæðum. 1 fulltrúi greiddi atkvæði gegn tillögunni og lagði fram svohljóðandi bókun: "Bæjarfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði á móti því að samþykkja breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum vegna þess að með breytingunni dregur úr öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu. Auk þess er óeðlilegt að breyta lóð, sem upphaflega var úthlutað fyrir íþróttastarfsemi, í lóð fyrir bensínstöð. Með því að samþykkja þessa breytingu á deiliskipulagi er skapað enn frekara fordæmi en þegar hefur verið gert upp við íþróttasvæðið Kaplakrika. Ef þessi breyting verður samþykkt má því búast við samskonar óskum um deiliskipulagsbreytingar frá öðrum íþróttafélögum. Eðlilegra hefði verið að leita að svæði í nálægð Ásvalla, í samvinnu við félagið, sem ekki tilheyrir íþróttasvæðinu og  dregur ekki úr öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda um svæðið." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)