Fundargerðir 2009, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1612
5. maí, 2009
Annað
‹ 3
4
Fyrirspurn
Fundargerð fræðsluráðs frá 27. apríl sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 29. apríl sl. a. Fundargerð forvarnarnefndar frá 20.apríl sl. b. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 20. apríl. sl. c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21.apríl sl. Fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 28.apríl sl. a. Fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 frá 15. apríl sl. Fundargerðir bæjarráðs frá 25. og 30. apríl sl. a.Fundargerð hafnarstjórnar frá 15. apríl sl. b.Fundargerð lýðræðis- og jafnréttisnefndar frá 15. apríl sl. c. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 30. mars og 20. apríl sl. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 27.apríl sl.
Svar

Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 3. lið í fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, sumarstarf 2009. Þá Guðmundur Rúnar Árnason undir sama lið. Rósa Guðbjartsdóttir veitt andsvar sem ræðumaður svaraði. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs undir sama lið í fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, einnig undir 2. lið sömu fundargerðar, vínveitingaleyfi, svo 4. lið í fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, ratleikur. Loks undir 6. og 7. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs, Hamranes, rammaskipulag og Ásland, rammaskipulag. Gísli Ó. Valdimarsson kvaddi sér hljóðs undir sömu liðum í fundargerðum skipulags- og byggingarráðs. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Haraldur Þór Ólason kvaddi sér hljóðs undir umræddum liðum í fundargerð skipulags- og byggingarráðs. Einnig undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs, Nýsir,  þá undir 8. lið í fundargerð hafnarstjórnar, ný lóð við Óseyrarbraut. Loks undir 1. lið í fundargerðinni, ársreikningur fyrir 2008. Almar Grímsson kvaddi sér hljóðs undir umræddum 6. og 7. liðum í fundargerð skipulags- og byggingarráðs. Einnig undir 1. lið í fundargerð hafnarstjórnar, ársreikningur fyrir árið 2008. Gunnar Svavarsson kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. 1. varaforseti, Guðmundur Rúnar Árnason, tók við fundarstjórn. Gísli Ó. Valdimarsson kvaddi sér hljóðs undir títt nefndum 6. og 7. liðum skipulags- og byggingarráðs. Almar Grímsson veitti andsvar. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Lúðvík Geirsson kvaddi sér hljóðs undir sömu liðum í fundargerð skipulags- og byggingarráðs og 1. og 8. liðum í fundargerð hafnarstjórnar. Einnig undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs, Nýsir. Haraldur Þór Ólason veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 6. lið í fundargerð færðsluráðs, leikskólarými. 1. varaforseti tók við fundarstjórn. Ellý Erlingsdóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Ellý Erlingsdóttir veitti andsvar öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Haraldur Þór Ólason kvaddi sér hljóðs undir umræddum 6. og 7. liðum í skipulags- og byggingarráði. Einnig aftur undir 8. lið í fundargerð hafnarstjórnar. Rósa Guðbjartsdóttir vék af fundi17:50. Lúðvík Geirsson veitti andsvar sem ræðumaður svraði. Lúðvík Geirsson veitti andsvar öðru sinni. Gunnar Svavarsson veitti einnig andsvar sem ræðumaður svaraði. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni sem ræðumaður svaraði einning. Gunnar Svavarsson gerði stutta athugasemd. Gunnar Svavarsson kvaddi sér hljóðs undir 1. lið í fundargerð framkvæmdaráðs, Víðilundur og undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs, Nýsir.