Skógarás A,/2 landfylling neðan húss
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 221
10. mars, 2009
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur tölvupóstur frá nágrönnum Skógaráss A, þar sem fram kemur að eigandi Skógaráss A hafi rutt öllu efni sem komið hefur til vegna framkvæmda við húsbygginguna niður fyrir húsið og kalli það að taka land í fóstur. Ekki liggur fyrir leyfi fyrir þessari framkvæmd. Skipulags- og byggingarráð hefur synjað beiðni eiganda Skógaráss A um land í fóstur. Eiganda Skógaráss A voru á fundi skipulags- og byggingarráðs 23.09.2008 gefnir 14 dagar til að fjarlægja umrædda landfyllingu. Á fundi 10.09.2008 samþykkti skipulags- og byggingarfulltrúi að gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs að dagssektum verði beitt í samræmi við gr. 210.1 í byggingarreglugerð til að knýja fram úrbætur. Skipulags- og byggingarráð ítrekaði 21.10.2008 samþykkt frá 23.09.2008 um að fjarlægja landfyllingu að viðlögðum dagssektum ef landfylling hefur ekki verið fjarlægð innan 14 daga. Sviðsstjóri og skrifstofustjóri gerðu áður grein fyrir viðræðum við eiganda Skógaráss A 29.10.2008. Skipulags- og byggingarráð ítrekaði 04.11.2009 fyrri afgreiðslu varðandi það að fjarlægja jarðvegsfyllinguna að viðlögðum dagssektum, og gaf eiganda Skógaráss A 14 daga til að fjarlægja fyllinguna.
Svar

Skipulags- og byggingarráð ítrekar fyrri afgreiðslu varðandi það að fjarlægja jarðvegsfyllinguna að viðlögðum dagssektum, og gefur eiganda Skógaráss A/2 14 daga til að fjarlægja fyllinguna. Hafi úrbætur ekki verið framkvæmdar fyrir þann tíma mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum eða fyllingin verði fjarlægð á kostnað eiganda Skógaráss A/2 í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.