Suðurgata - Hamarsbraut, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1652
9. febrúar, 2011
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð SBH frá 1.febr. sl. Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 20.05.2010 að deiliskipulaginu Suðurgata-Hamarsbraut, fyrir reit sem afmarkast af klettum norðan húsa norðan Hellubrautar/Hamarsbrautar, Suðurgötu, Mýrargötu og Strandgötu. Áður lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnafjarðar fyrir svæðið dags. 2009, umsögn Húsafriðunarnefndar varðandi Hellubraut 7 dags. 05.05.2009, minnispunktar og svör við athugasemdum frá forstigskynningarfundi 25.05.2009, minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs varðandi hverfisvernd, tillaga Teiknistofunnar ehf að fyrirkomulagi á lóðinni Hellubraut 7, gögn dags. 10. janúar 2009 og gögn frá skipulags- og byggingarsviði dags. 08.10.2009. Tillagan var auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn á auglýsingatíma. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum. Á síðasta fundi var afgreiðslu frestað til þessa fundar. Breytingar frá auglýstu deiliskipulagi eru viðbrögð við innkomnum athugasemdum og þ.á.m. er lega Hellubrautar færð til samræmis við gildandi deiliskipulag. Lagt fram bréf frá íbúasamtökum Strandgötu suður. Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag Suðurgata-Hamarsbraut dags. 27.01.2011 og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Helga Ingólfsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.     Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 10 samhljóða atkvæðum.   Helga Ingólfsdóttir tók sæti að nýju.