Suðurgata - Hamarsbraut, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1638
19. maí, 2010
Annað
Fyrirspurn
10. liður úr fundargerð SBH frá 11. maí sl. Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 18.09.2009 að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af klettum norðan húsa norðan Hellubrautar/Hamarsbrautar, Suðurgötu, Mýrargötu og Strandgötu. Áður lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnafjarðar fyrir svæðið dags. 2009, umsögn Húsafriðunarnefndar varðandi Hellubraut 7 dags. 05.05.2009, minnispunktar og svör við athugasemdum frá forstigskynningarfundi 25.05.2009, minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs varðandi hverfisvernd, ný greinargerð og uppdráttur dags. 30.09.2009, tillaga Teiknistofunnar ehf að fyrirkomulagi á lóðinni Hellubraut 7, gögn dags. 10. janúar 2009 og gögn frá skipulags- og byggingarsviði dags. 08.10.2009. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 30.03.2010 að auglýsa deiliskipulagstillöguna og gerði um það tillögu til bæjarstjórnar, sem vísaði málinu aftur til skipulags- og byggingarráðs á fundi 07.04.2010. Frestað á síðasta fundi. Formaður greinir frá viðræðum við eigendur Hellisgötu 5, 7 og 9. Lagður fram skipulagsuppdráttur dags. 05.05.2010 þar sem lóðamörk Hellubrautar 7 og 9 hafa verið endurskoðuð eftir viðræður við eigendur lóðanna.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi svæðis sem afmarkast af klettum norðan húsa norðan Hellubrautar/Hamarsbrautar, Suðurgötu, Mýrargötu og Strandgötu, uppdr. dags. 05.05.2010 og greinargerð dags. 05.05.2010 verði auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls og lagði fram tillögu um að vísa málinu aftur til skipulags- og byggingarráðs.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 10 samhljóða atkvæðum tillögu bæjarfulltrúans.