Stekkjarkinn 5, framkvæmd á óeinangruðu lofti.
Stekkjarkinn 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 232
25. ágúst, 2009
Annað
‹ 17
18
Fyrirspurn
Borist hefur fyrirspurn um hvort framkvæmd við innréttingu á óeinangruðu skriðlofti sé samkvæmt útgefnu byggingarleyfi. Ítrekað var óskað eftir skýringum frá húseiganda, en ekkert svar barst. Við skoðun úttektarmanns hefur komið í ljós að framkvæmdir án tilskilins leyfis hafa verið gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði 17.02.2009 í 1. mgr. 43. grein skipulags- og byggingarlaga og gerði eiganda skylt að fjarlægja þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið á leyfis, eða sækja um leyfi fyrir þeim að öðrum kosti innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja til við skipulags- og byggingarráð að dagsektum verði beitt í samræmi við 1. mgr. 57. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25.03.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að fjarlægja þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið á leyfis, eða sækja um leyfi fyrir þeim að öðrum kosti innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Skipulags- og byggingarráð frestaði erindinu 07.04.2009 þar sem byggingarleyfisumsókn hafði borist. Mikið vantaði upp á þær teikningar, og hafa því fullnægjandi gögn enn ekki borist. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 12.08.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með ítrekaðri tillögu um dagsektir.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að fjarlægja þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið án leyfis, eða öðrum kosti að leggja inn fullnægjandi umsókn um leyfi fyrir þeim skv. 12.2 grein byggingarreglugerðar innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122377 → skrá.is
Hnitnúmer: 10038607