Norðurberg, umsókn um stækkun 2008
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1601
25. nóvember, 2008
Annað
Fyrirspurn
4. liður úr fundargerð SBH frá 18. nóv. sl. Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir leikskólasvæðið skv. uppdrætti ASK-arkitekta dags. 06.09.2008. Tillagan var auglýst 23.09.2008 skv. 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og lauk athugasemdafresti 04.11.2008. Athugasemd barst. Áður lagðar fram innkomnar athugasemdir og drög að svari við þeim. Frestað á síðasta fundi.
Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn Skipulags- og byggingarsviðs að sinni, samþykkir deiliskipulagið og að málinu verði lokið samkæmt 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð vísar málinu til bæjarstjórnar með eftirfarandi tillögu: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði leikskólans Norðurbergs dags. 06.09.2008 og að málinu verði lokið samkæmt 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Samþykkt með 3 atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá. Fulltrúar VG og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi: Við skiljum þörfina fyrir leikskólarými en teljum ekki ásættanlegt að ganga svo á opið svæði til sérstakra nota og festa í sessi byggingarreit á hefðbundnu útivistarsvæði íbúa. Við sitjum því hjá við afgreiðslu málsins. Fulltrúar Samfylkingarinnar bóka eftirfarandi: Ákvörðun um að setja niður færanlegar kennslustofur við leikskólann Norðurberg hefur verið ítarlega kynnt og rædd með íbúum á svæðinu á s.l. mánuðum. Um er að ræða stofnanasvæði á aðalskipulagi. Utan náverandi leikskólalóðar kemur nýr byggingarreitur 250 m2 að stærð. Að öðru leiti mun útivistarsvæði ekki skerðast, leikvöllur helst óbreyttur.
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Síðan Almar Grímsson.
 
Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari.
Ósk barst um nafnakall:
Eyjólfur Sæmundsson Já
Guðfinna Guðmundsdóttir Já
Gísli Ó. Valdimarsson Já
Gunnar Svavarsson Já
Haraldur Þór Ólason situr hjá
Lúðvík Geirsson Já
Margrét Gauja Magnúsdóttir Já
Rósa Guðbjartsdóttir situr hjá 
Almar Grímsson situr hjá
Ellý Erlingsdóttir Já
Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og byggingarráðs með 7 atkv., 4 sátu hjá.
Almar Grímsson vísaði í bókun minnhluta í skipulags- og byggingarráði um þetta mál.
Gísli Ó. Valdimarsson vísaði í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar undir þessum lið.