Öldugata, Öldutún, Ölduslóð, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1601
25. nóvember, 2008
Annað
Fyrirspurn
6. liður úr fundargerð SBH frá 18.nóv. sl. Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi svæðis við Öldugötu Öldutún, Ölduslóð og Hringbraut 1 - 15. Haldinn var forstigskynningarfundur 21.04.2008 og voru hagsmunaaðilar boðaðir. Áður lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs, dags. 21.04.2008 að framkomnum athugasemdum af fundinum. Tillagan hefur verið auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 24.06.2008 - 22.07.2008 með framlengdum athugasemdafresti til 27.08.2008. Athugasemdir bárust. Fyrir liggur samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum. Frestað á fundi 211.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagstillöguna með áorðnum breytingum og gerir umsögn Skipulags- og byggingarsviðs að sinni og að málinu verði lokið skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Öldugötu, Öldutún og Ölduslóð og að málinu verði lokið skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Þá Almar Grímsson. Óskað var eftir nafnakalli. Gunnar Svavarsson kvaddi sér hljóðs um fundarsköp. Nafnakall: Allir bæjarfulltrúar svöruðu með jái. Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og byggingarráðs samhljóða með 11 atkv.