Skólastefna Hafnarfjarðar, endurskoðun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 221
10. mars, 2009
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram til umsagnar drög að endurskoðaðri skólastefnu fræðslusviðs. Umsagnarfrestur er til 12.03.2009. Skólastefna Hafnarfjarðar hefur verið í endurskoðun allt árið 2008 í samræmi við verk- og tímaáætlun sem samþykkt var í fræðsluráði Hafnarfjarðar í byrjun þess árs. Vinnuhópur fræðsluráðs hefur stýrt endurskoðunarvinnunni í samráði við starfsfólk á Skólaskrifstofu. Vinnan hófst með upplýsingaöflun frá hagsmunaðilum vorið 2008 og lauk með samráðsfundum með fulltrúum þeirra í byrjun sumars. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn dags. 03.03.2009.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir tillögu skipulags- og byggingarsviðs.