Miðbær - Hraun, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 252
25. maí, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju deiliskipulag svæðis sem afmarkast af Flatahrauni, Álfaskeiði, Arnarhrauni og Reykjavíkurvegi. Áður lagður fram uppdráttur Arkitektur.is dags. 07.05.01 og drög að skipulagsskilmálum dags. 03.05.01. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði 18.12.2007 að vinna áfram að deiliskipulaginu. Lagður fram endurskoðaður uppdráttur og skipulagsskilmálar Arkitektur.is dags. 15. október 2009. Lögð fram samantekt á athugasemdum sem bárust eftir forstigskynningarfund sem haldinn var 17.03.2010. Lögð fram endurbætt tillaga þar sem komið er til móts við athugasemdir. Skipulagið krefst breytingar á aðalskipulagi.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi svæðis sem afmarkast af Flatahrauni, Álfaskeiði, Arnarhrauni og Reykjavíkurvegi, dags. 6.5.2010 verði auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."