Hólabraut 13, óleyfilegar framkvæmdir
Hólabraut 13
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 236
20. október, 2009
Annað
‹ 26
27
Fyrirspurn
Lögð fram athugasemd frá Ingvari Skúlasyni Hólabraut 13, dags. 02.09.2009 vegna ólöglegra framkvæmda á neðri hæð hússins, þar sem geymslum í kjallara hefur verið breytt í íbúð. Lagt fram bréf frá Guðbjörgu Matthíasdóttur lögmanni f.h. Ingvars, dags. 11.09.2009 varðandi sama málefni, þar sem þess óskað að málið fái forgang og að afgreiðslu þess verði hraðað eins og kostur er. Skipulags- og byggingarfulltrúi benti 16.09.2009 á að hér er um að ræða brot á 43. grein skipulags- og byggingarlaga og 19. grein fjöleignahúsalaga, og gerði eiganda íbúðarinnar, Fernando Ramel Openia, skylt að fjarlægja hinar ólögmætu framkvæmdir tafarlaust og færa til fyrra horfs. Yrði ekki brugðist við erindinu innan tveggja vikna, mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð bendir á að hér er um að ræða brot á 43. grein skipulags- og byggingarlaga og 19. grein fjöleignahúsalaga, og gerir eiganda íbúðarinnar, Fernando Ramel Openia, skylt að fjarlægja hinar ólögmætu framkvæmdir tafarlaust og færa til fyrra horfs. Verði ekki brugðist við erindinu innan tveggja vikna, mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð bendir á að hér er um að ræða brot á 43. grein skipulags- og byggingarlaga og 19. grein fjöleignahúsalaga, og gerir eiganda íbúðarinnar, Fernando Ramel Openia, skylt að fjarlægja hinar ólögmætu framkvæmdir tafarlaust og færa til fyrra horfs. Verði ekki brugðist við erindinu innan tveggja vikna, mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120922 → skrá.is
Hnitnúmer: 10076206