Berghella 1, byggingarleyfi
Berghella 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 236
20. október, 2009
Annað
Fyrirspurn
Gámaþjónustan Hf, óskaði 03.04.2007 eftir stöðuleyfi til 1 árs fyrir starfsmannahús úr gámum að Berghellu 1 samkvæmt meðfylgjandi lóðateikningum Ásmundar Sigvaldasonar dags.Jan 06. Nýjar teikningar með annari matshlutaskiptingu bárust 26.04.2007. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti stöðuleyfi til eins árs, og að þeim tíma liðnum skyldu gámarnir fjarlægðir. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti mhl. 05 og einnig mhl. 06 og 07 til eins árs eða þar til að vottun á einingum liggur fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 09.09.2009 lóðarhafa skylt að leggja fram umbeðin vottunargögn og sækja um byggingarleyfi fyrir umræddum starfsmannahúsum, þar sem ekki er heimilt að framlengja stöðuleyfi frekar sbr. grein 71.2 í byggingarreglugerð. Að öðrum kosti bæri að fjarlægja gámana. Yrði ekki brugðist við þessu innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til Skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að leggja fram umbeðin vottunargögn og sækja um byggingarleyfi fyrir umræddum starfsmannahúsum, þar sem ekki er heimilt að framlengja stöðuleyfi frekar sbr. grein 71.2 í byggingarreglugerð. Að öðrum kosti ber að fjarlægja gámana. Verði ekki brugðist við þessu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að leggja fram umbeðin vottunargögn og sækja um byggingarleyfi fyrir umræddum starfsmannahúsum, þar sem ekki er heimilt að framlengja stöðuleyfi frekar sbr. grein 71.2 í byggingarreglugerð. Að öðrum kosti ber að fjarlægja gámana. Verði ekki brugðist við þessu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 179987 → skrá.is
Hnitnúmer: 10078298