Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1622
27. október, 2009
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð SBH frá 20.okt sl. Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar flutningskerfi raforku til samræmis við áætlanir Landsnets um styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi og samkomulag Hafnarfjarðar og Landsnets þar um, sem samþykkt var af bæjarstjórn 11.11.2008. Breytingarnar eiga við raflínur og jarðstrengi frá Geithálsi og Sandskeiði að núverandi og fyrirhuguðum tengivirkjum í Hafnarfirði og áfram þaðan að álverinu í Straumsvík og til Suðurnesja. Aðalskipulagstillagan byggir á samþykkt bæjarstjórnar um gerð skipulagsins dags. 11.11.2008. Lögð fram umhverfisskýrsla Eflu verkfræðistofu dags. 18.10.2009. Haldinn var forstigskynningarfundur 07.09.2009. Áður lagt fram álit Skipulagsstofnunar á frummatsskýrslu dags. 17.09.2009 og endanleg matsskýrsla Eflu og Landsnets dags. 10.08.2009. Frestað á síðasta fundi. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda aðalskipulagstillöguna í auglýsingu skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að senda tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar hvað varðar flutningskerfi raforku, dags. 10.08.2009 ásamt umhverfisskýrslu dags. júlí 2009 í auglýsingu skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Til máls tók Gísli Ó. Valdimarsson. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir sem lagði fram svohljóðandi frestunartillögu:
"Bæjarfulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillögu skipulags- og byggingaráðs, um að senda tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar hvað varðar flutningskerfi raforku í auglýsingu, verði frestað þar sem umhverfisráðherra hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu og öðrum tengdum framkvæmdum. Málinu hefur verið vísað aftur til Skipulagsstofnunar til efnislegrar meðferðar og úrlausnar. Þeirri efnislegu meðferð er ekki lokið. Skipulags- og byggingarráð taki málið upp að nýju þegar þeirri vinnu er lokið."
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)
  Þá tók til máls Gísli Ó. Valdimarsson. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Þá tók til máls Haraldur Þór Ólason. Guðrún Ágústa kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við ræðu Haraldar Þór Ólasonar. Til máls tók Gísli Ó. Valdimarsson. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari við ræðu Gísla Ó. Valdimarssonar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar greiddi atkvæði um frestunartillögu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Tillagan felld með 10 atkvæðum.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 10 atkvæðum framlagða tillögu sem vísað var úr skipulags- og byggingarráði til bæjarstjórnar þ. 20. október sl. 1 bæjarfulltrúi greiddi atkvæði gegn tillögunni.    Rósa Guðbjartsdóttir óskaði eftir að koma að svohljóðandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks: "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir áhyggjum af ákvörðun ríkisstjórnarinnar að seinka flutningi raflína á Suðurnesin.  Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna sett málið í algjöra óvissu með því að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlínu og öðrum tengdum framkvæmdum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja það mikið hagsmunamál fyrir Hafnfirðinga, að hafist verði handa sem fyrst við flutning Suðvesturlínu, sérstaklega fyrir íbúa á Völlum. Við ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur málið frestast um ófyrirséðan tíma og óljóst hvort og hvenær íbúar á Völlum losna við rafmagnslínur úr hverfi sínu.   Athyglisvert er þó að Samfylkingin skuli ekki beita sér fyrir að nema úr gildi ákvörðun ráðherrans eins brýnt og það er fyrir íbúa Hafnarfjarðar einkum á Völlunum að málinu sé hraðað eins og hægt er. Því er skorað á bæjarstjóra Hafnarfjarðar að beita áhrifum sínum í þessum efnum." Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Haraldur Þór Ólason (sign) Helga Ragnheiður Stefánsdóttir (sign)   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, óskaði eftir að koma að svohljóðandi bókun :   "Umhverfisráðherra hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu og öðrum tengdum framkvæmdum og vísað málinu aftur til Skipulagsstofnunar til efnislegrar meðferðar og úrlausnar.

Bæjarfulltrúi Vinstri grænna styður eindregið þá ákvörðun. Það er ljóst að breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar, hvað varðar flutningskerfi raforku, fellur undir ákvörðun umhverfisráðherra þar sem þessi breyting á Aðalskipulagi tengist fleiri en einni matsskyldri framkvæmd á sama svæði og framkvæmdirnar eru háðar hver annarri. Skipulagsstofnun að höfðu samráði við viðkomandi framkvæmdaraðila og leyfisveitendur getur ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega.

Það er skoðun bæjarfulltrúa Vinstri grænna að ávallt beri að leitast við að fá sem skýrasta mynd af áhrifum framkvæmda ekki síst þegar þær eru af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir. Slíkt er dæmi um vandaða stjórnsýslu." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Guðfinna Guðmundsdóttir óskaði eftir að gera grein fyrir atkvæði sínu.