Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit
Búðarstígur 23
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 3
27. júlí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Mál áður á fundi skipulags- og byggingarnefndar dags.29.6.2022: „Kjartan Sigurbjartsson f.h. Iron fasteignir ehf. sækir um stækkun á byggingreit á lóðinni Búðarstígur 23, á Eyrarbakka. Með stækkun á byggingarreit fæst betri nýting á lóðina. Núverandi nýtingarhlutfall miðað við byggingarmagn á lóð er 0,26 en gæti með stækkun á byggingarreit farið upp að 0,35. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarreitur verið stækkaður um rúma 30m til vesturs og verið þá heimild til byggingar allt að 578m2 húsid/viðbyggingar. Tillöguna skal grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2022, fyrir eigendum fasteigna við Búðarstíg 22,24 og 26.“ Tillagan hefur verið grenndarkynnt með athugasemdafresti til og með 26.7.2022. Engar athugasemdir hafa borist.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir áform um stækkun á byggingarreit og að byggingarmagn/nýtingarhlutfall geti orðið allt að 0,35. Skipulagsfulltrúa er falið að láta fullvinna nýtt lóðarblað til samræmis við ofangreint.

820 Eyrarbakki
Landnúmer: 165905 → skrá.is
Hnitnúmer: 10088533